Skip to main content

Spurt & Svarað

Eru geymslunar loftræstar?

Já, geymslurýmið er allt loftræst og upphitað.

Er það sem ég geymi öruggt og tryggt

Húsnæðið hýsti áður skjalasafn og peningageymslur Arion banka og er húsið því með hátt öryggisstig. Allir gangar í húsinu eru vaktaðir með myndavélum sem og allir inngangar. Mikið hefur verið lagt í bruna og öryggiskerfi. Enginn hefur aðgang að byggingunni nema þeir sem eru með geymslu til leigu.
Við tryggjum þó ekki það sem geymt er. Vinsamlegast hafðu samband við þitt trygginarfélag og tilkynntu að innbúið sé til geymslu hjá Geymslum Til Leigu þannig að heimilistryggingin nái utan það sem geymt er hjá okkur.

Hvenær kemst ég í geymsluna mína ?

Þú kemst hvenær sem er sólarhrings í geymsluna þína með þínum öryggiskóða.

Hvernig fer greiðsla fram ?

Eftir að bókað hefur verið á netinu höfum við samband við þig og klárum greiðslumáta.

Við bjóðum upp á tvo greiðslumáta, annars vegar er hægt að greiða langtímaleigu fyrir fram (6 eða 12 mánuðir) og hins vegar að skrá kreditkort og borga mánaðarlega. Skuldfærsla á kreditkortið á sér síðan stað mánaðarlega þangað til samningi hefur verið sagt upp, mánaðar uppsagnarfrestur liðinn og geymslu verið skilað sbr. skilmálar GeymslurTilLeigu >